Hér getur þú hlustað á Útvarp Akranes 2023

Útvarp Akranes fer í loftið í dag, 1. desember, en verkefnið á sér 36. ára sögu.

Útvarp Akranes verður með útsendingar á FM 95.0 frá kl. 13:00 í dag og dagskrárlok eru sunnudaginn 3. desember. 

Það er Sundfélag Akraness sem stendur á bak við Útvarp Akranes – en um er að ræða mikilvægustu fjáröflun félagsins. 

Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt eins og sjá má hér fyrir neðan. 

Eins og áður segir er hægt að hlusta á Útvarp Akranes á FM 95.0 og einnig í netútsendingunni sem er hér fyrir neðan.