Naumt tap Skagamanna í grannaslagnum gegn Borgarnesi í körfunni

Karlalið ÍA mætti liði Skallagríms á útivelli í kvöld á Íslandsmótinu í körfubolta í sannkölluðum nágrannaslag. 

Liðin voru jöfn að stigum í 6. og 7. sæti deildarinnar fyrir leikinn með 4 sigra og 4 tapleiki. 

Leikurinn var jafn og spennandi – en heimamenn í liði Borgarness höfðu betur 72-66. 

Staðan var jöfn 20-20 eftir 1. leikhluta en Borgnesingar voru með 10 stig forskot í hálfleik 41-31. 

Skagamenn náðu góðum kafla í 3. leikhluta og minnkuðu muninn í 2 stig – 64-62. Lokaleikhlutinn var jafn og spennandi þar sem að Skallagrímur skoraði 18 stig en ÍA 14, lokatölur 72-66. 

Aamondae Coleman var stigahæstur í liði ÍA með 19 stig og 8 fráköst. Srdan Stojanovic skoraði 14 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Þórður Freyr Jónsson skoraði 12 stig og tók 4 fráköst. 

Skotnýting Skagamanna var ekki góð í þessum leik, aðeins 33%. En liðið tók 68 skot og hitti úr 23. Þriggja stiga nýting Skagamanna var 21% en liðið tók samtals 38 þriggja stiga skot og hitti úr 8 þeirra.  

Lið Skallagríms tók 54 skot og og hitti úr 24 þeirr sem er 44% nýting. Heimamenn fengu 25 vítaskot og hittu úr 18 þeirra sem er 72% nýting. Skagamenn fengu 15 vítaskot og hittu úr 12 þeirra sem er 80% nýting. 

Tölfræði leiksins er hér: