Skaginn syngur inn jólin 2023 – Gleðigjafi í hátíðarskapi opnaði fyrsta gluggann

[adrotate group="5"]

Í dag 1.desember var við fyrsta glugginn í „Skaginn syngur inn jólin“ opnaður. Þetta er í fjórða sinn sem þetta verkefni er haldið. 

Í ár er dagatalið aðventudagatal þar sem að gluggar verða opnaðir alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum. 

Tinna Ósk Grímarsdóttir og Axel Freyr Gíslason eru fyrstu flytjendur í „Skaginn syngur inn jólin“. Þar er á ferðinni myndband úr einkasafni fjölskyldu Tinnu Óskar – þar sem hún syngur lagið „Hátíðarskap.“

Í inngangi að myndbandinu segir m.a.

„Það stóð til í fyrra að Tinna Ósk myndi syngja eitt lag í „Skaginn syngur inn jólin.“ Á þeim tíma glímdi hún við krabbamein og gat því ekki tekið þátt.  

Tinna Ósk lést þann 11. febrúar á þessu ári eftir hetjulega baráttu við sjúkdóminn. Tinna var algjör gleðigjafi sem kunni svo sannarlega að fagna lífinu. Því viljum við hér fagna henni og minningu hennar með myndbandi úr einkasafni sem fjölskylda hennar var svo góð að leyfa okkur að deila með ykkur hér í dagatalinu. Textinn er eftir Þorstein Eggertsson en lagið er eftir Alan Osmond, Merrill Osmond og Wayne Osmond. Helga Möller söng lagið á sínum tíma með dúettnum „Þú og Ég.“

 

[adrotate group="5"]
[adrotate group="1"]
[adrotate group="2"]
[adrotate group="3"]
[adrotate group="4"]