Tvær sundkonur úr röðum Sundfélags Akraness, Sunna Arnfinnsdóttir og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, tóku þátt á Norðurlandameistaramótinu sem fram fór í Tartu í Finnlandi.
Guðbjörg Bjartey synti í úrslitum í 100 metra skriðsundi og þar endaði hún í fjórða sæti – og var aðeins 0,13 sekúndum frá verðlaunasæti. Guðbjörg Bjartey var í boðsundsveit Íslands sem varð í þriðja sæti í 4×100 metra skriðsundi.
Sunna keppti til úrslita í tveimur greinum. Hún varð í 6. sæti í 400 metra fjórsundi og hún varð einnig sjötta í 200 metra flugsundi.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir:
100m skriðsund 57.25 (4. sæti)
50m skriðsund 26.28
50m flugsund 28.66
Sunna Arnfinnsdóttir:
400m fjórsund 5.00.52 (6. sæti)
200m flugsund 2.26.88 (6. sæti)