Einar Margeir keppir á stóra sviðinu á EM í 25 metra laug

Skagamaðurinn Einar Margeir Ágústsson er á meðal keppenda á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug. 

Keppt er í borginni Otopeni í Rúmeníu og er alls sex keppendur frá Íslandi.

Skagamaðurinn Eyleifur Ísak Jóhannesson er landsliðsþjálfari Íslands í sundi.  

Einar Margeir hefur nú þegar keppt í einni grein, 100 metra bringusundi, en þar var hann alveg við sinn besta tíma og endaði í 24. sæti. 

Á morgun, föstudaginn 8. desember, keppir Einar Margeir í undanrásum í 200 metra bringusundi. Á laugardag er Einar Margeir að keppa í undanrásum í 50 metra bringusundi

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Anton Svein Mckee og Snorri Dagur Einarsson eru einnig á meðal keppenda á EM í 25 metra laug.