Gjöfin er fjórða lagið sem flutt er í fjórða glugganum í „Skaginn syngur inn jólin“. Þetta er í fjórða sinn sem þetta verkefni er haldið.
Í ár er dagatalið aðventudagatal þar sem að gluggar verða opnaðir alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum.
Lagið er frumsamið af þaulreyndum bakara hér á Akranesi og textinn er sameiginlegt verkefni þriggja meðlima í hljómsveitinni sem flytur lagið.