Endurbætur – og stækkun á húsnæði leikskólans Vallarsels við Skarðsbraut er aðkallandi verkefni að mati skóla – og frístundaráðs Akraness.
Ennfremur telur ráðið að huga þyrfi að nýju leikskólahúsnæði eldri hluta Akraneskaupstaðar. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins.
Starfshópur um framtíðarþörf leikskólaplássa á Akranesi kynnti skýrslu hópsins nýverið. Þar kemur fram að leikskólar kaupstaðarins sé nánast fullsetnir.
Fjöldi íbúa á Akranesi fer vaxandi með hverjum mánuði sem líður og mun þessi fjölgun hafa áhrif á innritunaraldur barna fyrir leikskólapláss strax á næst ári.