„Ævintýragarður á Merkurtúni“ gæti orðið að veruleika samkvæmt frétt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þar kemur fram að í íbúakosningu „Okkar Akranes“ hafi þessi hugmynd fengið flest atkvæði – og þremur hönnunarstofum var boðið að setja fram tillögur eða frumhönnun.
Hugmyndin gengur út á það að útbúa fjölnota leikvöll og sameina um leið nokkrar tillögur sem bárust, eins og leiksvæði fyrir allan aldur, leiktæki með aðgengi fyrir alla, ungbarnasvæði, sparkvöllur og þúfnahopp.
Skipulags- og umhverfisráð Akraness hefur samþykkt að ganga til samninga við Lilju Filippusdóttur hjá Lilium. Uppsetning og frágangur verður á næstu tveimur árum.
Hermann Ólafsson hjá Landhönnun, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Vilborg Þórisdóttir hjá Landlínum sendu einnig inn tillögur.
Allar þrjár tillögurnar og fylgiskjöl er hægt að skoða hér.
Landhönnun
Merkurtún – tillaga
Merkurtún – uppdráttur
Landlínur
Merkurtún – Holt og hæðir
Merkurtún – Sumar og vetur
Lilium
Merkurtún – tillaga
Merkurtún – kynning
Merkurtún – uppdráttur