„Ævintýragarður á Merkurtúni“ gæti orðið að veruleika á næstu tveimur árum

 

„Ævintýragarður á Merkurtúni“ gæti orðið að veruleika samkvæmt frétt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þar kemur fram að í íbúakosningu „Okkar Akranes“ hafi þessi hugmynd fengið flest atkvæði – og þremur hönnunarstofum var boðið að setja fram tillögur eða frumhönnun. 

Hugmyndin gengur út á það að útbúa fjölnota leikvöll og sameina um leið nokkrar tillögur sem bárust, eins og leiksvæði fyrir allan aldur, leiktæki með aðgengi fyrir alla, ungbarnasvæði, sparkvöllur og þúfnahopp.

Skipulags- og umhverfisráð Akraness hefur samþykkt að ganga til samninga við Lilju Filippusdóttur hjá Lilium. Uppsetning og frágangur verður á næstu tveimur árum. 

Hermann Ólafsson hjá Landhönnun, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Vilborg Þórisdóttir hjá Landlínum sendu einnig inn tillögur.