Einvalalið tónlistarfólks tekur þátt í Nýárstónleikum Kórs Akraneskirkju

Það stendur mikið til þann 3. janúar á næsta ári þegar Kór Akraneskirkju heldur Vínartónleika í Bíóhöllinni á Akranesi.

Kórinn hefur fengið til liðs við sig einvalalið tónlistarfólks. 

Þar má nefna Björgu Þórhallsdóttur sópran, Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur sópran, Kristján Jóhannsson tenór og hljóðfæraleikarana Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Sigurð Ingva Snorrason klarinettuleikara, Hávarð Tryggvason kontrabassaleikara og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara.

Hátíðartónleikarnir hefjast kl. 20:00. 

Síðkjólar og dans verða einkennismerki á tónleikunum sem eru samvinnuverkefni kórsins, Bíóhallarinnar og Kalmans Listfélags.

Kynnar á tónleikunum verða Jakob Þór Einarsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.

Miðasala fer fram í versluninni Bjargi Akranesi og á Tix.is