53 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands

Alls voru 53 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands þann 20. desember s.l. 

Frá þessu er greint á vef FVA – nánar hér.

Jónína Víglundsdóttir áfangastjóri, setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari flutti ávarp. 

Heildarfjöldi nemenda við skólann á haustönn 2023 var 505. Þar af voru 407 nemendur í dagskóla og 98 nemendur í kvöld- og helgarnámi.

Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun og viðurkenningar t.a.m. fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gefa verðlaun eru innan sviga:

  • Aron Elvar Dagsson fyrir góðan árangur í rafiðngreinum (Skaginn 3X).
  • Friðmey Ásgrímsdóttir fyrir ágætan árangur í íslensku (Landsbankinn), líffræði og efnafræði (Íslandsbanki), tréiðngreinum (VLFA) og fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
  • Gabríel Ómar Hermannsson fyrir að gegna formennsku í Rafíþróttaklúbbi FVA (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).
  • Heiðrún Sara Guðmundsdóttir fyrir góðan árangur í sérgreinum sjúkraliða (Sjóvá) og hún hlaut einnig hvatningarverðlaun Zontaklúbbsins.
  • Hólmfríður Erla Ingadóttir fyrir ágætan árangur í spænsku (Penninn), stærðfræði (Tölvuþjónustan), efnafræði (Akraborg) og samfélagsgreinum (Soroptimistasamband Íslands).
  • Ísak Emil Sveinsson fyrir frábæran árangur í íslensku (Landsbankinn), raungreinum (Elkem), ensku og þýsku (Rótarýklúbbur Akraness) og fyrir framlag sitt til umhverfismála og alþjóðlegra samskipta (FVA).
  • Jóhann Ingi Óskarsson fyrir góðan árangur í tréiðngreinum (SF smiðir).
  • Margeir Ingi Rúnarsson fyrir ágætan árangur í tréiðngreinum (Íslandsbanki).
  • Rúnar Birgisson fyrir góðan árangur í tréiðngreinum (Sjammi).

Anna Lilja Lárusdóttir, Dísa María Sigþórsdóttir og Magnús Máni Sæmundsson hlutu viðurkenningu og hvatningu til áframhaldandi náms úr Minningarsjóði Lovísu Hrundar.

Ísak Emil Sveinsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi með einkunnina 9,58 eftir aðeins tvö og hálft ár.