Sundmaðurinn Einar Margeir Ágústsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður Akraness fyrir árið 2023. Kjörinu var lýst í frístundamiðstöðinni Garðavöllum í beinni útsendingu á ÍATV.
Þetta er í fyrsta sinn sem Einar hlýtur þessa nafnbót. Hann er 22. sundmaðurinn úr röðum ÍA sem kjörinn er Íþróttamaður ársins.
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona, varð önnur en hún hafði sigrað í þessu kjöri undanfarin þrjú ár.
Anita Hauksdóttir frá Vélhjólafélagi Akraness varð þriðja í kjörinu.
Frá því að kjörið fór fyrst fram hafa 25 konur og 24 karlar fengið nafnbótina Íþróttamaður Akraness.
Fyrst var kosið árið 1965 en frá árinu 1977 hefur kjörið farið fram árlega. Ríkharður Jónsson var sá fyrsti sem var kjörinn en það liðu sjö ár þar til kosið var á ný.
Sundíþróttin er með 22 titla á þessu sviði en golfíþróttin er með 11 titla og í þriðja sæti eru fulltrúar knattspyrnunni með 10 titla.
Hér fyrir neðan er viðtal við Einar Margeir frá því í kvöld á ÍATV.
Íþróttamenn Akraness frá upphafi:
Ártal, nafn, fjöldi titla og fjöldi titla íþróttagreinar.
2023: Einar Margeir Ágústsson (1), sund (22.)
2022: Kristín Þórhallsdóttir, (3) kraftlyftingar (3).
2021: Kristín Þórhallsdóttir, (2) kraftlyftingar (2).
2020: Kristín Þórhallsdóttir, (1) kraftlyftingar (1).
2019: Jakob Svavar Sigurðsson, (2) hestamennska (2).
2018: Valdís Þóra Jónsdóttir (7) golf (11).
2017: Valdís Þóra Jónsdóttir, (6) golf (10).
2016: Valdís Þóra Jónsdóttir, (5) golf (9).
2015: Ágúst Júlíusson, (2) sund (21)
2014: Ágúst Júlíusson, (1) sund (20).
2013: Jakob Svavar Sigurðsson, (1) hestamennska (1).
2012: Inga Elín Cryer, (2) sund (19).
2011: Inga Elín Cryer, (1) sund (18).
2010: Valdís Þóra Jónsdóttir, (4) golf (8).
2009: Valdís Þóra Jónsdóttir, (3)golf (7).
2008: Valdís Þóra Jónsdóttir, (2) golf (6).
2007: Valdís Þóra Jónsdóttir, (1) golf (5).
2006: Eydís Líndal Finnbogadóttir, (1) karate.
2005: Pálmi Haraldsson, (1) knattspyrna (10).
2004: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (6) sund (17).
2003: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (5) sund (16).
2002: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (4) sund (15).
2001: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (3) sund (14).
2000: Birgir Leifur Hafþórsson, (3) golf (4).
1999: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (2) sund (13).
1998: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (1) sund (12).
1997: Þórður Emil Ólafsson, (1) golf (3).
1996: Birgir Leifur Hafþórsson, (2) golf (2).
1995: Sigurður Jónsson, (2) knattspyrna (9).
1994: Sigursteinn Gíslason, (1) knattspyrna (8).
1993: Sigurður Jónsson, (1) knattspyrna (7).
1992: Birgir Leifur Hafþórsson, (1) golf (1).
1991: Ragnheiður Runólfsdóttir, (6) sund (11), *(Íþróttamaður ársins á Íslandi).
1990: Ragnheiður Runólfsdóttir, (5) sund (10).
1989: Ragnheiður Runólfsdóttir, (4) sund (9).
1988: Ragnheiður Runólfsdóttir, (3) sund (8).
1987: Ólafur Þórðarson, (1) knattspyrna (6).
1986: Ragnheiður Runólfsdóttir, (2) sund (7).
1985: Ragnheiður Runólfsdóttir, (1) sund (6).
1984: Bjarni Sigurðsson, (1) knattspyrna (5).
1983: Sigurður Lárusson, (1) knattspyrna (4).
1982: Ingi Þór Jónsson, (2) sund (5).
1981: Ingólfur Gissurarson, (2) sund (4).
1980: Ingi Þór Jónsson, (1) sund (3).
1979: Ingólfur Gissurarson, (1) sund (2).
1978: Karl Þórðarson, (1) knattspyrna (3).
1977: Jóhannes Guðjónsson, (1) badminton (1) / knattspyrna (2).
1972: Guðjón Guðmundsson, (1) sund (1), (Íþróttamaður ársins á Íslandi).
1965: Ríkharður Jónsson, (1) knattspyrna (1).