Prentsmiðjuhúsinu verður breytt í íbúðarhúsnæði

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að „Prentsmiðjuhúsinu“ við Heiðarbraut 22 verði breytt í íbúðarbyggingu. 

Í september árið 2022 var umsókn þess efnis hafnað hjá Akraneskaupstað en bæjarstjórn hefur tekið nýja afstöðu í málinu. 

Í breytingunni felst breyting á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, gert er ráð fyrir  6 íbúðum á einni hæð í núverandi byggingu, íbúðir verða frá 42 fm til 120 fm. 

Núverandi form útveggja og þak heldur sér en ný klæðning verður sett utan á húsið og breytingar gerðar á gluggum og hurðum.

Prentsmiðja Akraness var stofnuð árið 1946 en árið 1970 flutti prentsmiðjan í nýtt húsnæði við Heiðargerði 22. Árið 2000 var fyrirtækið keypt af Prentmet. Árið 2021 var starfssemi Prentmets hætt á Akranesi.