Siggi Tomm og Gunni Hó valdir á úrtaksæfingar hjá pílulandsliði Íslands

Tveir leikmenn úr Pílufélagi Akraness hafa verið valdir í úrtakshóp fyrir landsliðsverkefni á Norðurlandamótinu sem fram fer á þessu ári.

Pétur Rúðrik Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi alls 44 leikmenn í úrtakshópinn – en fyrsta æfingahelgin fór fram um liðna helgi. 

Skagamennirnir Sigurður Tómasson og Gunnar H. Ólafsson eru á meðal þeirra 26 karla sem voru valdir en einnig eru 16 konur í úrtakshópnum. 

Norðurlandamótið fer fram á Íslandi dagana 23.25. maí en þar munu 8 karlar og 4 konur keppa fyrir Íslands hönd. 

Fyrirhugað er að halda 3 æfingarhelgar, 2 á höfuðborgarsvæðinu og eina á Akureyri og verður úrtakshópurinn í kjölfari skorinn niður í þá 8 karlmenn og 4 konur sem taka munu þátt fyrir Íslands hönd á mótinu.

Gunnar H. Ólafsson PFA
Siggi Tomm PFA
Hallgrímur Einar Hannesson PFH
Lukasz Knapik PFH
Magnús Már Magnússon PFH
Vitor Charrua PFH
Haraldur Birgisson PFK
Helgi Pjetur PFK
Kristján Sigurðsson PFK
Guðmundur Friðbjörnsson PFR
Hallgrímur Egilsson PFR
Alexander Veigar Þorvaldsson PG
Alex Máni Pétursson PG
Atli Kolbeinn Atlason PG
Björn Steinar Brynjólfsson PG
Guðmundur Valur Sigurðsson PG
Hörður Þór Guðjónsson PG
Matthías Örn Friðriksson PG
Páll Árni Pétursson PG
Árni Ágúst Daníelsson PR
Arngrímur Anton Ólafsson PR
Garðar Gísli Þórisson PÞ
Sigurður Brynjar Þórisson PÞ
Óskar Jónasson PÞ
Valþór Atli Birgisson PÞ
Viðar Valdimarsson PÞ
Dilyan Kolev PV
Gunnar Guðmundsson PS

Konur (16 leikmenn)

Harpa Dögg Nóadóttir PFH
Isabelle Nordskog PFH
Sara Heimisdóttir PFH
Brynja Herborg PFR
Petrea KR Friðriksdóttir PFR
Árdís Sif Guðjónsdóttir PG
Sandra Dögg Guðlaugsdóttir PG
Snædís Ósk Guðjónsdóttir PG
Steinunn Dagný Ingvarsdóttir PG
Svanhvít Helga Hammer PG
Eygló R. Nielsen PR
Kristín Einarsdóttir PR
Lovísa Hilmarsdóttir PR
Ragnheiður Ásgeirsdóttir PR
Kolbrún Gígja Einarsdóttir PÞ
Ólöf Heiða Óskarsdóttir PÞ