Þrír sigurleikir í röð á nýju ári hjá karlalið ÍA í körfunni

Karlalið ÍA í körfubolta byrjar árið 2024 með látum í næst efstu deild Íslandsmótsins.

ÍA hefur leikið þrjá leiki í janúar og landað sigri í þeim öllum.

Þrír sigurleikir í röð og liðið er þar með að blanda sér í baráttuna í efri hluta deildarinnar – en Skagamenn eru með 7 sigra og 6 töp eftir fyrstu 13 umferðirnar og er liðið í 6. sæti. 

ÍA fékk lið Þróttar úr Vogum í heimsókn á fimmtudaginn – og sigraði ÍA 94-87 í spennandi leik. 

Aamondae Coleman var stigahæstur í lið ÍA með 34 stig og 13 fráköst. Srdan Stojanovic skoraði 19 stig, og Styrmir Jónasson skoraði 15 stig. 

Tölfræði leiksins er hér:   

Næsti leikur ÍA er miðvikudaginn 24. janúar gegn Sindra á útivelli á Höfn í Hornafirði. Næsti heimaleikur ÍA er gegn liði Snæfells föstudaginn 2. febrúar í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka.