Feðgarnir Jón og Stefán eru Skagamenn ársins 2023

Feðgarnir Jón Gunnlaugsson og Stefán Jónsson eru Skagamenn ársins 2023.

Kjörinu var lýst á Þorrablóti Skagamanna sem fram fór í gær – 21. janúar 2024. Þetta er í 14. sinn sem þessi viðurkenning er veitt.

Jón og Stefán hafa á undanförnum árum og áratugum lagt mikla vinnu í verkefnið „Á Sigurslóð“

Á sigurslóð er heimasíða um knattspyrnuna á Akranesi, þar sem upplýsingum og sögumolum um leikmenn og viðburði liðinna áratuga er safnað saman á einn stað. Saga þessarar alþýðumenningar er samfélaginu á Akranesi mikilvæg. Hún er hluti af sögu bæjarfélagsins, ímyndar þess og orðspors, en um leið hluti af sjálfsmynd íbúanna og minning um einstaklinga, fjölskyldur og viðburði sem mikilvægt er að halda í heiðri. Merk saga styður við ímynd samfélagsins og gerir það áhugavert fyrir þá sem þar búa eða vilja þangað flytja. Síðan er nútímaleg með áhugaverðu efni og ætlað að ná til fólks á öllum aldri. Með því að gera söguna aðgengilega er opnaður gluggi á leikmenn fortíðar og þann bæjarbrag sem knattspyrnan hafði sterk áhrif á.

Jón og Stefán fengu málverk eftir Bjarna Þór Bjarnason að gjöf og veglegan blómvönd.

Eftirtaldir hafa fengið þessa viðurkenningu.

2023: Jón Gunnlaugsson og Stefán Jónsson.

2022: Tinna Ósk Grímarsdóttir

2021: Starfsfólk leik – grunn – og framhaldsskóla og frístundastarfi.

2020: Heilbrigðisstarfsfólk HVE.

2019: Andrea Þ. Björnsdóttir.

2018: Bjarni Þór Bjarnason.

2017: Sigurður Elvar Þórólfsson.

2016: Dýrfinna Torfadóttir.

2015: Erna Guðnadóttir og Einar J. Ólafsson.

2014: Steinunn Sigurðardóttir.

2013: Ísólfur Haraldsson.

2012: Hilmar Sigvaldason.

2011: Haraldur Sturlaugsson.

2010: Þórður Guðnason.