Þrír leikmenn frá ÍA valdir í U-20 ára æfingahóp fyrir landsliðsverkefni KKÍ

Þrír leikmenn úr röðum ÍA hafa verið valdir í æfingahóp fyrir U-20 ára landslið Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ. 

Liðið undirbýr sig fyrir Norðurlanda – og Evrópumót ársins 2024 en U-20 ára liðið er í A-deild EM en aðeins 16 þjóðir eru með keppnisrétt í þeim riðli.  

Aron Elvar Dagsson, Styrmir Jónasson og Þórður Freyr Jónsson eru í æfingahópnum sem kemur saman dagana 16-18. febrúar. Í framhaldinu verður fækkað í æfingahópnum fyrir verkefni sumarsins. 

 

 

Ágúst Goði KjartanssonBlack Panthers Schwenningen, Þýskal.
Alexander Smári HaukssonAsker Aliens, Noregur
Almar Orri AtlasonBradley, USA
Aron Elvar DagssonÍA
Brynjar Kári GunnarssonFjölnir
Daníel Ágúst HalldórssonHaukar
Elías Bjarki PálssonNjarðvík
Friðrik Leó CurtisÍR
Frosti SigurðssonKeflavík
Hallgrímur Árni ÞrastarsonKR
Haukur DavíðssonNew Mexico M.I, USA
Hilmir ArnarssonHaukar
Jonathan SigurdssonNYU, USA
Karl Ísak BirgissonBreiðablik
Karl Kristján SigurðssonValur
Kristján Fannar IngólfssonStjarnan
Orri Már SvavarssonTindastóll
Reynir Bjarkan RóbertssonÞór Akureyri
Róbert Sean BirminghamConcord Academy, USA
Sölvi ÓlasonBreiðablik
Styrmir JónassonÍA
Tómas Valur ÞrastarsonÞór Þorlákshöfn
Veigar Örn SvavarssonTindastóll
Þórður Freyr JónssonÍA