Bæjaráð Akraness leggur til að gamla Landsbankahúsið við Akratorg verði sett í söluferli – og að byggingareitur við Suðurgötu 47 verði hluti af útboðs – og hugmyndaferlinu.
Um miðjan janúar tók skipulags – og umhverfisráð málið fyrir á fundi og lagði fram þá tillögu að auglýst verði eftir eftir áhugasömum aðilum til uppbyggingar til að efla miðbæjarstarfsemi og mannlíf. Og að Suðurgata 47 verði hluti af útboðs/hugmyndar ferlinu. Við yfirferð tilboða/hugmynda verði horft annars vegar til verðs og hins vegar til hugmyndar og uppbyggingu á reitnum. Ráðið leggur til að þessi vinna verði sameiginlega meðal ráðsins og bæjarráðs.“
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nýverið að þessari aðferðarfræði verði beitt og óskar eftir að skipulags- og umhverfisráð útfæri nánar skilmála væntanlegrar auglýsingar/útboðs svo sem vægi verðs og hugmynda vegna uppbyggingar á reitnum.