Kvennalið ÍA í knattspyrnu heldur áfram að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök í Lengjudeildinni – næst efstu deild Íslandsmótsins.
Í dag var greint frá því að markvörðurinn Klil Elyada Kemba Keshwar hafi skrifað undir samning við ÍA – út leiktíðina 2024.
Keshwar er frá Trínidad og Tóbagó sem er eyríki rétt undan ströndum Venesúela í Suður-Ameríku. Hún hefur leikið með yngri landsliðum og A-landsliði heimalands síns. Hún er fædd árið 2000 og kemur hún frá bandaríska háskólaliðinu St. Francis College.