Unnur Ýr Haraldsdóttir, einn leikreyndasti leikmaður kvennaliðs ÍA í knattspyrnu, hefur ákveðið ljúka keppnisferlinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Unni Ýr.
Unnur Ýr verður þrítug í ágúst á þessu ári en hún hefur leikið í 12 ár með meistaraflokki ÍA, tekið þátt í 230 leikjum á vegum KSÍ og skorað í þeim alls 92 mörk.
„Lífið mitt hefur að mestu leyti snúist um fótbolta síðan ég man eftir mér og mun halda áfram að gera það, bara ekki innan vallar. Þvílík forréttindi að hafa getað spilað íþróttina sem ég elska í öll þessi ári með liðinu mínu. Ég hef kynnst svo mikið af frábæru fólki og horfi meyr og stolt til baka. Takk fyrir mig,“ skrifar Unnur Ýr á Instagram síðu sína.