Líf og fjör á Öskudeginum – myndasyrpa

Það var mikið líf og fjör víðsvegar á Akranesi í gær þegar yngri kynslóðin gekk um götur bæjarins í skrautlegum búningum í tilefni Öskudagsins. 

Vel var tekið á móti krökkunum í verslunum, þjónustufyrirtækjum og stofnunum – þar sem að flest þeirra sungu lag eða lög – og fengu góðgæti fyrir framlagið. 

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á Llorens hárstofu í gær.