Það var mikið líf og fjör víðsvegar á Akranesi í gær þegar yngri kynslóðin gekk um götur bæjarins í skrautlegum búningum í tilefni Öskudagsins.
Vel var tekið á móti krökkunum í verslunum, þjónustufyrirtækjum og stofnunum – þar sem að flest þeirra sungu lag eða lög – og fengu góðgæti fyrir framlagið.
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2024/02/426166951_305440889187284_4666929415792236929_n-1-1132x670.jpg)
Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á Llorens hárstofu í gær.