Sara Dís er með eldvarnirnar á hreinu og fékk viðurkenningu

Sara dís Aronsdóttir, nemandi í 3. bekk í Grundaskóla, var dregin út í árlegri eldvarnargetraun sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna stendur fyrir.

Getraunin er ætluð fyrir nemendur í 3. bekk. en í desember á síðasta ári stóð sambandið fyrir fræðslu um eldvarnir í Grundaskóla. 

Nemendur fengu við það tækifæri bæklinga til að fara með heim og getraunablað og var svörunum skilað inn til kennara sem sendi svörin áfram.

Sigurður Þór Elísson, eldvarnareftirlitsmaður á Akranesi, kom við í Grundaskóla í gær og afhenti Söru Dís viðurkenningarskjal og gjafabréf í Spilavinum