Hilmar Veigar Ágústsson, Birgir Viktor Kristinsson, Tinna María Sindradóttir og Helen Amalía Guðjónsdóttir létu mikið að sér kveða á unglingamóti UMFA í badminton sem fram fór í Mosfellsbæ um helgina – en þau eru öll í Badmintonfélagi Akraness, ÍA.
Hilmar Veigar vann gullverðlaun í einliðaleik og í tvíliðaleik, og silfurverðlauna í tvenndarleik. Í tvíliða – og tvenndarleik keppti Hilmar Veigar með keppendum úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar.
Birgir Viktor, vann gull í einliðaleik og gull í tvíliðaleik keppanda úr Hamri í Hveragerði.
Tinna María og Amalía unnu gull í tvíliðaleik.