Rekstur KFÍA stendur traustum fótum og leikmannaviðskipti gefa félaginu miklar tekjur

Rekstur Knattspyrnufélags ÍA stendur traustum fótum og í ársreikningi félagsins fyrir árið 2023 kemur fram að félagið hafi skilað  tæplega 90 milljóna kr. hagnaði. 

Aðafundur KFÍA fór fram í þann 20. febrúar s.l. Þar lagði stjórn félagsins fram ársskýrslu og ársreikning. 

Rekstrartekjur KFÍA námu 285.5 milljónum kr. sem er 50 milljónum kr. meira en á síðasta rekstrarári. Rekstrargjöld voru tæplega 299 milljónir kr.  og nam tapið á rekstrinum fyrir fjármagnstekjur og fjármagnsliði rétt um 13 milljónum kr. 

Tekjur félagsins, sem flokkaðar eru sem óreglulegur liður í ársreikningi, námu rétt rúmlega 97 milljónir kr. – en þær tekjur koma frá leikmannaviðskiptum KFÍA. Í fyrra námu þessar tekjur 73.5 milljónum kr. Á síðustu tveimur árum hefur KFÍA því fengið rúmlega 170 milljónir kr. í tekjur af leikmannaviðskiptum.  

Tvær breytingar eru á stjórn félagsins eftir aðalfundinn. Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir og Sturlaugur Haraldsson koma inn í stjórnina í stað Freydísar Bjarnadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar. 

Ársreikningur KFÍA 2023 er hér: 

Stjórn KFIA fyrir árið 2024 skipa:
Eggert Hjelm Herbertsson – Formaður
Ellert Jón Björnsson (endurkjörinn)
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir (kemur ný inn)
Ingimar Elí Hlynsson (Formaður barna- og unglingaráðs)
Jóhannes H. Smárason (endurkjörinn)
Lára Dóra Valdimarsdóttir
Lilja Gunnarsdóttir
Linda Dagmar Hallfreðsdóttir (kemur ný inn en var í fyrri stjórn sem Formaður barna og unglingaráðs)
Sturlaugur Haraldsson (kemur nýr inn)