Hugrún kveður og Geir verður aðalmaður í yfirkjörstjórn Akraness

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt breytingar sem gerðar verðar á skipan yfirkjörstjórnar á Akranesi. 

Hugrún Olga Guðjónsdóttir hefur verið formaður yfirkjörstjórnar Akraneskaupstaðar undanfarin ár en hún óskaði nýverið eftir lausn frá störfum.

Geir Guðjónsson verður aðalmaður í yfirkjörstjórn Akraneskaupstaðar og Ingibjörg Valdimarsdóttir verður varamaður og gildi skipa þeirra út yfirstandandi kjörtímabil bæjarstjórnar Akraness.

Í fundargerð Bæjarstjórnar er Hugrúnu Olgu þakkað fyrir hennar farsælu störf við framkvæmd kosninga á Akranesi undanfarin ár.

Yfirkjörstjórn ber ábyrgð á stjórnsýslu og framkvæmd kosninga á Akranesi. Fjöldi fulltrúa skal vera oddatala en að öðru leyti ákveður sveitarstjórn fjölda þeirra.