Sunna Rún Sigurðardóttir og Vala María Sturludóttir taka þátt í landsliðsverkefni hjá U-16 ára landsliði KSÍ sem fram fer í mars.
Um er að ræða mót á vegum UEFA og fer það fram á Norður-Írlandi 9.-16. mars.
Sunna og Vala eru fæddar árið 2008 og eru nú þegar í stórum hlutverkum fyrir meistaraflokk ÍA. Vala leikur ýmist á miðjunni og á kantinum, og Sunna leikur á miðju vallarins.