Ástand gatna á Akranesi hefur í mörg ár verið ofarlega í huga íbúa á Akranesi.
Skipulags – og umhverfisráð Akraness hefur samþykkt áætlun fyrir árið 2024 vegna viðhalds gatna – og gangstétta á Akranesi.
Alls eru þrjú verkefni tilgreind í bókun ráðsins en ekki er greint frá hversu umfangsmiklar þessar viðgerðir eru.
– Yfirlögn malbiks á Leynisbraut er á verkefnalistanum 2024.
– Endurgerð yfirborðs götu neðst á Laugarbraut er einnig á verkefnalistanum 2024.
– Hönnun á götum og stígum vegna endurgerðar Kirkjubrautar milli Háholts og Stillholts, er þriðja verkefnið sem er á dagskrá ársins 2024.
Í fjárhagsáætlun Akraneskaupstar fyrir tímabilið 2024 – 2027 kemur fram að gert er ráð fyrir 56 milljónum kr. árlega í endurgerð eldri gatna á Akranesi – samtals 224 milljónir kr.
Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir nýframkvæmdum í gatnagerð fyrir rétt rúmlega 663 milljónir kr. á þessu ári – og samtals rúmlega 2 milljörðum kr. á næstu fjórum árum.