Káramenn með sinn tíunda sigur í röð

Káramenn eru á miklu skriði þessa dagana og í gær landaði knattspyrnuliðið sínum 10 sigri í röð. Kári og Hvíti Riddarinn áttust við í Akraneshöll í Lengjubikarkeppni KSÍ – þar sem að Kári sigraði 4-1.

Hilmar Þór Sólbergsson kom gestunum yfir á 12. mínútu, 

Sigurjón Logi Bergþórsson  jafnaði metinn á 14. mínútu. Hektor Bergmann Garðarsson kom Kára í 2-1 á 17. mínútu, og hann bætti við sínu öðru marki rétt fyrir leikhlé – staðan 3-1 fyrir Kára. Hektor fullkomnaði þrennuna á 77. mínútu


Kári er í efsta sæti í sínum riðli B-deildar – en liðið hefur leikið 3 leiki og er með 9 stig. Alls eru fjórir riðlar í B-deild og kemst efsta liðið í undanúrslit. Næstu leikir Kára er gegn liði Sindra frá Hornafirði þann 16. mars. og gegn Ægi þann 23. mars. Báðir leikirnir fara fram í Akraneshöll.