Baltasar og Særós Íslandsmeistarar unglinga í keilu

Íslandsmót unglinga í keilu fór fram um s.l. helgi í einu keiluaðstöðu Íslands – í Egilshöll í Reykjavík. Keppendur úr röðum ÍA náðu frábærum árangri á þessu móti – þrátt fyrir að hafa ekkert getað æft á heimaslóðum á þessu tímabili vegna lokunar á íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Alls voru 7 keppendur frá ÍA.

Baltasar Loki Arnarsson varð Íslandsmeistari í 4.flokki og Særós Erla Jóhönnudóttir varð Íslandsmeistari í 3.fokki stúlkna. 

Særós náði einnig að leika til úrslita í opnum flokki – sem er óháður aldri. Þar náði Særós frábærum árangri sem skilaði henni öðrum Íslandsmeistaratitli. 

Árangur keppenda ÍA er áhugaverður þar sem þau sækja allar æfingar til Reykjavíkur – en hver æfingalota tekur 3-4 tíma með ferðalaginu frá Akranesi.