Golfklúbburinn Leynir sótti nýverið um stuðning til Akraneskaupstaðar vegna verkefnis sem gæti markað upphaf að rafvæðingu alls vallarsvæðis Garðavallar.
Í fyrstu atrennu ætlar Leynir að koma rafmagni að salernisaðstöðu sem er við 6. flöt vallarins – og í leiðinni að koma upp hleðslustöðvum fyrir sjálfvirka rafmagns sláttuþjóna.
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að veita 1,5 milljóna kr. styrk til Leynis.