Á næstu misserum mun N1 (Festi hf) færa starfsemi sína á Akranesi að Hausthúsatorgi – en fyrirtækið er með eldsneytis – og veitingasölu í Skútunni við Þjóðbraut – og dekkjaþjónustu við Dalbraut.
Framkvæmdir við þjónustusvæði N1 við Elínarveg munu hefjast á þessu ári – en fyrst verður ráðist í gatnagerð á svæðinu.
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt framkvæmdaleyfi þess efnis. Færa þarf núverandi þjóðveg sem liggur til norðurs. Meðal annars verður verður nýr 230 metra langur vegur lagður norðan við lóðina – og nýr reiðvegur við hlið vegarins.
Akraneskaupstaður og Festu gerðu eignaskiptasamning árið 2020.
Akraneskaupstður fékk við þessi skipti lóðirnar við Þjóðbraut 9, 11 og 14 ásamt þeim mannvirkjum sem á lóðinni standa og afhenti í staðinn 13.000 fermetra lóð við Hausthúsatorg.