Skagamenn leika til úrslita í Lengjubikarkeppni KSÍ

Karlalið ÍA í knattspyrnu leikur til úrslita í Lengjubikarkeppni KSÍ – og mæta Skagamenn liði Breiðabliks miðvikudaginn 27. mars.

ÍA og Valur áttust við í undanúrslitum keppninnar, og fór leikurinn fram á heimavelli Valsmanna, miðvikudaginn 20. mars, 

Albert Hafsteinsson kom ÍA yfir á 12. mínútu en fyrrum leikmaður ÍA, Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði metin fyrir heimamenn á 40. mínútu. Þannig var staðan í leikslok og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.  Þar hafði ÍA betur, 5-4, en Árni Marinó Einarsson markvörður ÍA varði eina spyrnu frá Valsmönnum. 

Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum en hann kom inná sem varamaður um miðjan síðari hálfleik. 

Byrjunarlið ÍA var þannig skipað: 

1. Árni Marinó Einarsson (m)
2. Oliver Stefánsson
3. Johannes Vall
5. Arnleifur Hjörleifsson
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
8. Albert Hafsteinsson (’61)
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson (’77)
18. Guðfinnur Þór Leósson (’72)
19. Marko Vardic
88. Arnór Smárason (f)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
17. Ingi Þór Sigurðsson (’61)
20. Ísak Máni Guðjónsson (’77)
23. Hilmar Elís Hilmarsson
26. Matthías Daði Gunnarsson
27. Árni Salvar Heimisson (’72)
99. Robert Elli Vífilsson