Skagamenn mæta liði Fjölnis í úrslitakeppninni

Karlalið ÍA landaði sigri gegn liði Selfoss í lokaumferð 1. deildar Íslandsmótsins í körfuknattleik – en liðin áttust við í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka í kvöld. ÍA sigraði 84-87. 

Framundan er úrslitakeppni þar sem að liðin í sætum 2-9 leika um eitt laust sæti í efstu deild á næsta tímabili. 

ÍA endaði í 8. sæti í deildarkeppninni, með 10 sigra og 12 töp.  Selfoss endaði í því 9. 

KR-ingar eru deildarmeistarar og fara beint upp í Subway-deildina en liðið féll í fyrsta sinn í sögu félagsins úr efstu deild á síðustu leiktíð.  

Úrslitakeppnin hefst 5. apríl. Þar mætir ÍA liði Fjölnis sem endaði í 3. sæti deildarinnar. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í fjögurra liða úrslit. 

Liðin sem mætast í úrslitakeppninni eru: 

(2.) ÍR – (9.) Selfoss

(3.) Fjölnir – (8.) ÍA

(4.) Þróttur – (5.) Sindri

(6.) Skallagrímur – (7.) Þór Akureyri

Snæfell endaði í 11. sæti deildarinnar og heldur sæti sínu í deildinni – en Hrunamenn frá Flúðum enduðu í neðsta sæti og leika í 2. deild á næsta tímabili.