Hið forna helgikvæði, Stabat Mater, eftir Giovanni Battista Pergolesi verður flutt í Akraneskirkju við helgistund á föstudaginn langa, þann 29. mars.
Í tilkynningu frá Kalman listfélagi kemur fram að verkin hafi bæði hlotið heimsfrægð fyrir fegurð sína og tjáningu eru bæði talin til bestu verka tónbókmenntanna á sínu sviði.
Helgistundin hefst kl. 20 á föstudaginn og er aðgangur ókeypis.
Stabat Mater er kristinn sálmur frá 13. öld, saminn til dýrðar Maríu mey og endurspeglar raunir hennar við krossfestingu sonar hennar Jesú Krists.
Líkt er með ævi meistaranna Mozart og Pergolesi að báðir voru þeir undrabörn í tónlist, dóu ungir og unnu báðir að sínu lokaverki á dánarbeðinu, Pergolesi að Stabat Mater 26 ára og Mozart 36 ára að Sálumessu sinni.
Stabat Mater er samið fyrir tvo einsöngvara, sópran og alt, strengjasveit, kvennakór og orgel.
Flytjendur eru Bernadett Hegyi sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, strengjasveit undir stjórn Matthíasar Stefánssonar ásamt kvenröddum úr Kammerkór Akraness.
Stjórnandi og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir leiðir stundina.
Til gamans má geta þess að á vef Akraneskirkju, Akraneskirkja.is, er að finna upptöku á verkinu sem gerð var í sjónvarpssal árið 1967 undir stjórn Hauks Guðlaugssonar, með m.a. kvenröddum úr Kór Akraneskirkju. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan.
Tónlistarflutningurinn er samstarfsverkefni Kalman listafélags og Akraneskirkju.