Nýr varamaður tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Akraness

Sjálfstæðisflokkurinn fær nýjan varamann í bæjarstjórn Akraness í stað Sigríðar Elínar Sigurðardóttur sem flutt hefur úr sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar. 

Sigríður Elín er varamaður í skóla- og frístundaráði og er lagt til að Ragnheiður Helgadóttir verði varamaður í hennar stað.

Anna María Þráinsdóttir afþakkaði að vera varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vegna starfa sinna á skipulags- og umhverfissviði og er því næsti maður á lista varamaður.

Fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins verður því í stað Sigríðar, Þórður Guðjónsson, næst Ragnheiður Helgadóttir og þar næst Einar Örn Guðnason.

Í skóla- og frístundaráði er Ragnheiður Helgadóttir varamaður í stað Sigríðar Elínar.