Karlalið ÍA mætir liði Fjölnis í kvöld í úrslitakeppni næst efstu deildar Íslandsmótsins í körfuknattleik. Liðin áttust við s.l. föstudag þar sem að Fjölnir hafði betur í spennandi leik, 91-86. Tölfræði leiksins er hér:
Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í undanúrslit úrslitakeppninnar. Leikurinn hefst. kl. 19:15 í kvöld og fer hann fram í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka á Akranesi.
Í úrslitakeppninni eru alls 8 lið sem enduðu í sætum 2-9 í deildarkeppninni. Keppt er um eitt laust sæti í efstu deild á næsta tímbili en KR hefur nú þegar tryggt sér sæti í efstu deild með því að verða deildarmeistarar.
ÍR er með einn sigur gegn Selfossi.
Skallagrímur er með einn sigur gegn Þór frá Akureyri.
Sindri frá Höfn í Hornafirði og Þróttur úr Vogum eiga eftir að mætast í 1. umferð. Nánar hér: