„Sönglög að vori“ – Kór Akraneskirkju heldur tvenna tónleika

Kór Akraneskirkju mun halda tvenna tónleika helgina 13.-14 apríl í samvinnu við Dalakórinn Hljómbrot. „Sönglög að vori“ er yfirskrift tónleikanna.

Í tilkynningu frá Kór Akraneskirkju kemur fram að á efnisskránni verði létt og falleg sönglög sem kórarnir syngja
flest saman en taka einnig nokkur lög hvor um sig.

Stjórnendur eru Hilmar Örn Agnarsson organisti Akraneskirkju og Sigurbjörg Kristínardóttir sem stofnaði Hljómbrot í fyrra. Hljóðfæraleik annast Andri Freyr Hilmarsson gítar, Hilmar Örn Agnarsson píanó og Kristinn Snær Agnarsson trommur.

Fyrri tónleikarnir verða í Búðardal, Dalabúð laugardag 13.apríl kl. 20:00 og þeir seinni á Akranesi, safnaðarheimilinu Vinaminni sunnudaginn 14.apríl kl.16:00.

Aðgangseyrir er 2.500 kr.