Karlalið ÍA landaði góðum sigri gegn HK í gær í Bestu deildinni, Íslandsmótsins í knattspyrnu. Liðin áttust við í Kórnum í Kópavogi og var þetta annar leikur liðanna á tímabilinu.
Staðan var jöfn í hálfleik, 0-0, en í síðari hálfleik fóru Skagamenn á kostum og skoruðu fjögur mörk. Arnór Smárason kom ÍA yfir á 52. mínútu og þá tók framherjinn Viktor Jónsson við keflinu – og skoraði hann næstu þrjú mörk ÍA.
Viktor er markahæsti leikmaður deildarinnar með 3 mörk eftir 2 umferðir.
Nánar um liðsuppstillingu og gang leiksins hér í leikskýrslu KSÍ.
ÍA er í 4. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins fer fram á Akranesi 24. apríl þegar Fylkir kemur í heimsókn.