Það er kraftur í starfi Pílufélags Akraness þrátt fyrir að félagsmenn æfi í bráðabirgðaaðstöðu við Mánabraut á meðan íþróttahúsið við Vesturgötu er lokað.
Alls eru þrjú lið frá Pílufélagi Akraness sem taka þátt í deildarkeppni Pílufélags Íslands – og nýverið tóku öll þrjú lið PFA þátt á sama tíma í aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur á Tangarhöfða.
Flórídaskaginn (PFA) er í baráttunni um verðlaunasæti í efstu deild – A-deild. Skaginn (PFA) hefur tryggt sér sigur í B-deild og nýliðarnir Tertium Equos (PFA) eru í baráttu um að komast upp í A-deild á næsta tímabili.
Á þessu keppniskvöldi höfðu öll liðin frá PFA betur í sínum viðureignum – með sama stigafjölda 11-3.