Rúnar Már Sigurjónsson hefur samið við Knattspyrnufélag ÍA og er samningurinn til loka tímabilsins 2026.
Rúnar Már er fæddur árið 1990. Hann hefur leikið alls 32 – landsleiki fyrir Ísland og skorað 2 mörk. Rúnar Már hefur leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð, Sviss, Rúmeníu og Kasakstan.
Hann hefur tvívegis fagnað meistaratitli í Rúmeníu og einu sinni í Kasakstan. Rúnar Már er búsettur á Akranesi en hann lék með liði Tindastóls á Sauðárkróki í yngri flokkunum og þar hóf hann meistaraflokksferilinn. Hann lék með HK og Val áður en hann fór í atvinnumennsku árið 2013.