Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson varð í dag danskur bikarmeistari í knattspyrnu með Silkeborg.
Stefán Teitur, sem er fæddur árið 1998, var í stóru hlutverki að venju í liði Silkeborg – sem sigraði 1-0 gegn AGF. Stefán var kjörinn maður leiksins og lét hann mikið að sér kveða í leiknum.
Leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn að viðstöddum tæplega 40 þúsund áhorfendum.
Skagamaðurinn skoraði mark skalla af stuttu færi fyrir Silkeborg í stöðunni 1-0 en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Þetta er fyrsti titill Stefáns með danska liðinu en þetta er í annað sinn sem félagið verður danskur bikarmeistari – en liðið fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli árið 2001.
Silkeborg varð danskur meistari tímabilið 1993-1994 og er það eini meistaratitill félagsins sem var stofnað árið 1917.
Stefán Teitur hefur leikið tæplega 100 leiki með Silkeborg frá því hann samdi við félagið árið 2020. Hann hefur skorað alls 10 mörk