Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson skrifaði nýverið undir nýjan ráðningarsamning við Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ.
Jóhannes Karl var ráðinn í starf aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla í janúar árið 2022. KSÍ samdi á ný við Jóhannes Karl og er samningurinn til loka nóvember 2025.
Samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026 framlengist samingurinn einnig sjálfkrafa.
Næstu verkefni A landsliðs karla eru vináttuleikir á útivelli við England og Holland í júní.