Hallbera og Kári með samtals 13 gullverðlaun á Íslandsmótinu í Garpasundi

Alls tóku 9 keppendur frá Sundfélagi Akraness þátt á Opna Íslandsmeistaramótinu í garpasundi sem fram fór dagana 4.-5. maí í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppendur voru alls 155 og komu þeir frá 12 félögum. Í Garpasundi eru keppendur 25 ára og eldri.

Sundfólkið þaulreynda úr ÍA náði frábærum árangri – 16 gullverðlaun, 12 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun.

Kári Geirlaugsson keppti í flokki 75-79 ára og fékk hann alls sjö gullverðlaun og setti hann Garpamet í þessum aldursflokki í öllum sundum sínum í mótinu.

Hallbera Jóhannesdóttir keppt í flokki 65-69 ára og fékk hún alls 6 gullverðlaun. Hún setti jafnframt fimm Garpamet í þessum aldursflokki.

Guðgeir Guðmundson fékk eitt gull og þrjú silfur, Alexander Eck fékk bronsverðlaun, Arnheiður Hjörleifsdóttir tvö silfur og eitt brons, Guðmundur Brynjar Júlíusson tvö silfurverðlaun, Kristjana Þorvaldsdóttir fékk ein gullverðlaun og fjögur silfuverðlaun.

Í boðsundum unnu stelpurnar,  Kristjana, Hallbera, Arnheiður og Silvía gullverðlaun í 4x50m skriðsundi og 4×50 fjórsundi.

Í blönduðu boðsundi unnu þau  Kári, Alexander, Kristjana og Silvía bronsverðlaun í 4×50 fjórsundi.

Alexander, Guðgeir, Valdimar Ingi og Guðmundur unnu silfurverðlaun í 4×50 skriðsundi.