Karlalið ÍA í knattspyrnu er úr leik í Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2024. ÍA mætti liði Keflavíkur á útivelli í kvöld en Keflavík leikur í næst efstu deild- en ÍA er í Bestu deildinni.
Hinrik Harðarson kom ÍA yfir á 4. mínútu og Skagamenn byrjuðu vel.
Varnarmaður ÍA, Erik Tobias Sandberg var rekinn af leikvelli á 36. mínútu og í kjölfarið skoraði Sami Kamel úr vítaspyrnu fyrir Keflavík.
Kamel kom Keflavík í 2-1 á 45. mínútu og Valur Þór Hákonarson kom Keflavík í 3-1 á 81. mínútu. Frans Elvarsson leikmaður Keflavíkur fékk rautt spjald á 86. mínútu.
Keflvíkinga slá annað lið úr Bestu deildinni úr leik og eru komnir í átta liða úrslit.
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024
Hér eru mörkin og rauða spjaldið úr leiknum. Lokatölur urðu Keflavík 3-1 ÍA 🏆 pic.twitter.com/Oorq2o54BT