Ólafur Sævarsson, fasteignasali, hefur opnað útibú frá Fasteignalandi á Akranesi – og Oliver Bergmann, fasteignasali verður samstarfsmaður Ólafs. Fasteignaland hefur verið starfrækt í áratug og er Ólafur einn af eigendum fasteignasölunnar.
Ólafur og Oliver opnuðu nýverið skrifstofu að Stillholti 16-18 en þar var áður gjafavöruverslunin @home. Aðalútibú Fasteignalands er í Reykjavík en hjá fyrirtækinu starfa 8 manns.
Í tilkynningu frá Fasteignalandi kemur fram að Ólafur og Oliver taki vel á móti öllum að Stillholti 16-18.
„Ég býð upp á sömu gömlu góðu þjónustuna, eins og ég hef gert hér á Akranesi undanfarin 6 ár. Það eru allir velkomnir til okkar hér á skrifstofuna, þar tökum við vel á móti okkar viðskiptavinum, hvort sem þeir vilja selja, kaupa eða bara til að kíkja í kaffi. Það er líka hægt að taka einn píluleik hér á skrifstofunni með kaffibollanum,“ segir Ólafur Sævarsson.