Akraneskirkja hefur ákveðið að skila til baka gjöf frá árinu 2008 þegar Akraneskaupstaður gaf Akraneskirkju eignina við Skólabraut 9. Húsið er betur þekkt sem Gamli Iðnskólinn.
Í bréfi frá Akraneskirkju til bæjarráðs og bæjarstjóra kemur fram að Akraneskirkja hafi ekki bolmagn til að halda húsinu við og ráðast í þá endurnýjun og lagfæringar sem þörf er á.
Í bréfinu kemur m.a. fram að húsið hafi látið mikið á sjá, það lekur, og viðhald hússins má ekki dragast mikið lengur. Verulegar fjárhæðir þurfi til þess að gera við húsið.
Þar kemur einnig fram að Akranessókn er tilbúin í viðræður um vörslu hússins og samnýtingu ef Akraneskaupstaður sér ávinning af því.
Bréfið er í heild sinni hér fyrir neðan: