Akraneskirkja skilar til baka gjöf frá Akraneskaupstað

Akraneskirkja hefur ákveðið að skila til baka gjöf frá árinu 2008 þegar Akraneskaupstaður gaf Akraneskirkju eignina við Skólabraut 9. Húsið er betur þekkt sem Gamli Iðnskólinn. 

Í bréfi frá Akraneskirkju til bæjarráðs og bæjarstjóra kemur fram að Akraneskirkja hafi ekki bolmagn til að halda húsinu við og ráðast í þá endurnýjun og lagfæringar sem þörf er á. 

Í bréfinu kemur m.a. fram að húsið hafi látið mikið á sjá, það lekur, og viðhald hússins má ekki dragast mikið lengur. Verulegar fjárhæðir þurfi til þess að gera við húsið.

Þar kemur einnig fram að Akranessókn er tilbúin í viðræður um vörslu hússins og samnýtingu ef Akraneskaupstaður sér ávinning af því. 

Bréfið er í heild sinni hér fyrir neðan: