Sterkur sigur kvennaliðs ÍA í Lengjudeildinni

Kvennalið ÍA í knattspyrnu vann góðan 2-1 sigur í gær á útivelli gegn liði Selfoss í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins.

Þetta var fjórði leikur ÍA á tímabilinu og er liðið með 6 stig, eftir 2 sigurleiki og 2 tapleiki. Selfoss lék í efstu deild á síðustu leiktíð en þetta var fyrsti tapleikur liðsins á tímabilinu. 

Erla Karitas Jóhannesdóttir kom ÍA yfir strax á 2. mínútu og hún bætti við öðru marki fyrir ÍA á 16. mínútu. Þannig var staðan allt þar til að Selfoss minnkaði muninn þegar hálftími lifði af leiknum. 

ÍA er í 3. sæti deildarinnar en næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn ÍR þann 5. júní.