Miklar breytingar fyrirhugaðar á horni Stillholts og Dalbrautar í nýrri tillögu

 

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að skipulagslýsing deiliskipulags Dalbrautarreits vegna Stillholts 23 og Dalbrautar 2 verði auglýst og kynnt.

Í tillögu sem kynnt var á fundinum er gert ráð fyrir nýrri byggingu við Dalbraut 1 og Stillholt 23. 

Gert er ráð fyrir byggingu sem stallar sig frá fjórum- og upp í tíu hæðir, ásamt bílakjallara. Gert er ráð fyrir um 65 íbúðum í byggingunni en ítarleg lýsing á byggingunni er að finna í hlekknum hér fyrir neðan. 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar: 

Byggingarnar sem eru nú þegar á þessum reit verða fjarlægðar ef tillagan verður samþykkt.