Karlalið ÍA landaði mikilvægum sigri í Bestu deildinni s.l. laugardag gegn KA á Akureyri. Leikurinn fór fram á gervigrasvellinum við KA heimilið.
Alls voru fimm mörk skoruð í fyrri hálfleik – og var leikurinn bráðskemmtilegur á að horfa. Skagamenn skoruðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum heimamanna – það reyndust lokatölur leiksins.
Mörkin má sjá hér fyrir neðan á vef Vísis.
Með sigrinum er ÍA komiði í 5. sæti deildarinnar, en liðið er með fjóra sigra, eitt jafntefli og fjóra tapleiki.
Næsti leikur ÍA er þann 18. júní á Akranesi þegar KR kemur í heimsókn.