Það var mikið um að vera í Jaðarsbakkalaug um s.l. helgi þar sem að VIT-HIT leikarnir fóru fram. Þar mættu 360 keppendur til leiks á sundmót sem á sér langa sögu hjá Sundfélagi Akraness.
Mótið tókst vel en um 320 keppendur gistu í Grundaskóla en 12 félög sendu keppendur að þessu sinni, Breiðablik, ÍBV, KR, Stjarnan, SH, Fjölnir, Ægir, Óðinn, Afturelding, Ármann og ÍRB.
Mótið á sér langa sögu hjá Sundfélagi Akraness – og fjölmargir sjálfboðaliðar koma að verkefniu. Foreldrar og sundfólk stóðu vaktina alla helgina sem dómarar, riðlastjórn, kaffisölu og ýmsum öðrum verkefnum.
Hér má sjá myndasafn sem tekið var fyrir hádegi laugardaginn 1. júní.